Flykkjast út á götur út til að minnast Soleimanis

Íranar minnast Soleimani, sem féll í árás fyrirskipaðri af Donald …
Íranar minnast Soleimani, sem féll í árás fyrirskipaðri af Donald Trump á föstudag. AFP

Múgur og margmenni hefur fylkt liði á götum úti í Teheran, höfuðborg Írans, til þess að minnast fallna herforingjans Qasems Soleimanis, en jarðarför hans fer fram í dag.

Soleimani féll í drónaárás Bandaríkjahers í Bagdað á föstudag, en hann var einn áhrifamesti herforingi Írans og hafa Íranar hótað hefndum vegna vígs hans. Þá hafa þeir dregið sig úr kjarnorkusamkomulaginu frá 2015.

Æðstiklerkur Írans, Ayatollah Ali Khamenei, leiddi bænir við útför Soleimanis og samkvæmt frétt BBC sást hann fella tár við athöfnina.

Frétt BBC

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert