Merkel til Moskvu vegna Írans

Merkel ferðast til Moskvu á laugardaginn til að funda með …
Merkel ferðast til Moskvu á laugardaginn til að funda með Pútín. AFP

Angela Merkel Þýskalandskanslari ferðast til Moskvu næstkomandi laugardag til þess að funda með Vladimir Putin Rússlandsforseta vegna ýfinga í Mið-Austurlöndum í kjölfar drónaárásar Bandaríkjahers í Bagdað í síðustu viku þar sem Qasam Soleimani, einn áhrifamesti herforingi Írans, var ráðinn af dögum.

Merkel ferðast til Rússlands ásamt utanríkisráðherra Þýskalands, Heiko Maas, og munu þau ræða ástandið í Íran og Írak í kjölfar árásarinnar, auk átaka í Sýrlandi og óróleika í Líbýu, við Rússlandsforseta.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert