Extinction Rebellion á lista yfir öfgahópa

AFP

Hryðjuverkadeild bresku lögreglunnar hefur sett samtökin Extinction Rebellion á lista yfir samtök með öfgafulla hugmyndafræði sem tilkynna á til yfirvalda. Lagt er til að upplýsingar um samtökin fari í gegnum Prevent-prógrammið sem miðar að því að ná þeim sem eru líklegir til að fremja grimmdarverk, að því er segir í frétt Guardian.

Fólk úr samtökunum Extinction Rebellion mótmælir í Ástralíu í desember.
Fólk úr samtökunum Extinction Rebellion mótmælir í Ástralíu í desember. AFP

Extinction Rebellion, sem eru umhverfissamtök, eru nú komin á lista með nýnasistum og íslamistum, sem ógnað geta þjóðaröryggi í Bretlandi. Listinn er ætlaður fyrir lögreglu, samtök á vegum stjórnvalda og kennara, en þessum stéttum er ætlað að tilkynna til lögreglu grunsemdir um öfgavæðingu. Listinn er frá því í nóvember en honum er ætlað að varna því að börn og ungmenni öfgavæðist.

Merki Extinction Rebellion varpað á Grand-Place í mótmælum í Brussel …
Merki Extinction Rebellion varpað á Grand-Place í mótmælum í Brussel í desember. AFP

„Hvernig voga þeir sér?“ sögðu samtökin Extinction Rebellion þegar þau fréttu af nafni sínu á listanum og að sögn lögreglu hefur listinn verið dreginn til baka og hann er nú í endurskoðun, að því er fram kemur í frétt BBC.

Á listanum eru nokkrir hópar. Þar á meðal nýnasistahópurinn National Action og öfgaíslamistahópurinn Al Muhajiroun, en báðir hóparnir eru bannaðir í Bretlandi. Eins eru öfgasamtökin Generation Identity, öfgahópurinn Satanism og öfgahópar í dýravernd á listanum.

Félagi í Extinction Rebellion í Suður-Afríku sést hér taka þátt …
Félagi í Extinction Rebellion í Suður-Afríku sést hér taka þátt í mótmælum í gær. AFP

Á blaðsíðunni sem fjallar um Extinction Rebellion segir að um baráttuhóp sé að ræða sem hvetur fólk til þess að mótmæla og til borgaralegrar óhlýðni til að þrýsta á ríkisstjórnir til að grípa til aðgerða vegna loftslagsbreytinga og tegunda í útrýmingarhættu.

Frétt BBC

Frétt Guardian

Frétt Independent

Fjallað var um samtökin á mbl.is í nóvember er Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son, formaður Miðflokks­ins, spurði Guðmund Inga Guðbrands­son um­hverf­is­ráðherra um meint­an stuðning hans við „öfga­kenndu“ um­hverf­is­vernd­ar­sam­tök­in Ext­incti­on Re­belli­on.

Sig­mund­ur spurði hvort Guðmund­ur styddi aðgerðir sam­tak­anna um að nettó­los­un gróður­húsaloft­teg­unda skuli hætt árið 2025.

 

 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert