Bretland hefur yfirgefið Evrópusambandið

Frá hátíðarhöldunum í miðborg London þar sem útgöngu Bretlands úr …
Frá hátíðarhöldunum í miðborg London þar sem útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu hefur verið fagnað. AFP

Þegar klukkan sló ellefu gekk Bretland formlega úr Evrópusambandinu hvar landið hefur verið í tæpa hálfa öld. Mikil hátíðarhöld hafa verið í miðborg London, bresku höfuðborgarinnar, í kvöld og er gríðarlegur mannfjöldi þar saman kominn. Útgöngunni úr sambandinu hefur að sama skapi verið fagnað víða um Bretland.

AFP

Við tekur aðlögunartímabil fram að næstu áramótum þar sem Bretland verður áfram hluti af innri markaði Evrópusambandsins og tollabandalagi þess. Tíminn verður notaður til þess að freista þess að semja um viðskiptasamning á milli sambandsins og Bretlands.

AFP

Hvort tekst að semja um viðskiptasamning á eftir að koma í ljós en Evrópusambandið hefur lýst því yfir að það telji ólíklegt að það takist fyrir áramót og hvatt Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, til þess að óska eftir framlengingu á aðlögunartímabilinu sem hann hefur alfarið hafnað. Frekar verði Bretland án viðskiptasamnings.

AFP

Johnson ítrekaði þessa afstöðu í ávarpi til bresku þjóðarinnar í kvöld. Hann væri sannfærður um að útgangan úr Evrópusambandinu yrði bresku þjóðinni til farsældar þótt einhverjar hnrökrar yrðu sjálfsagt á þeirri leið. Nú væri komið að því að nýta þau tækifæri sem útgangan skapaði til fulls í þágu Bretlands og bresku þjóðarinnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert