Slíta öll tengsl við Ísrael og Bandaríkin

Mahmud Abbas á fundinum í Kaíró í morgun.
Mahmud Abbas á fundinum í Kaíró í morgun. AFP

Mahmud Abbas, leiðtogi Palestínu, segir að öll tengsl verði slitin við Ísrael og Bandaríkin, þar á meðal þau sem tengjast öryggissamstarfi.

Abbas segir að friðaráætlun sem Donald Trump Bandaríkjaforseti kynnti á þriðjudaginn bryti gegn samningi sem var samþykktur í Ósló árið 1993 af Ísraelum og Palestínumönnum.

Hann sagði á neyðarfundi í Kaíró að Ísrael verði að axla ábyrgð á svæðum Palestínumanna.

Samkvæmt áætlun Trumps verður palestínskt ríki stofnað og höfuðborg þess verður í aust­ur­hluta Jerúsalem. Jerúsalem verður þó áfram „óskipt höfuðborg“ Ísra­els.

Uppfært kl. 14.22:

Arabaríki samþykktu á fundi sínum í Kaíró að hafna friðaráætlun Trumps og sögðu hana óréttláta í garð Palestínumanna.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert