Segir Trump ógna bandarísku lýðræði

Nancy Pelosi.
Nancy Pelosi. AFP

Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, segir að Donald Trump Bandaríkjaforseti sé „áframhaldandi ógn við bandarískt lýðræði“ eftir að hann var sýknaður í öldungadeildinni í kvöld af ákærum í tveimur liðum um embættisbrot.

„Í dag gerðu forsetinn og repúblikanar á Bandaríkjaþingi lögleysu að eðlilegum hlut og höfnuðu kerfinu í stjórnarskránni sem felur í sér aðhald,“ sagði Pelosi í yfirlýsingu.

„Forsetinn er áframhaldandi ógn við bandarískt lýðræði með því að telja sig hafinn yfir lög og reglu og að hann geti spillt kosningum ef hann langar til þess,“ bætti hún við.

Donald Trump Bandaríkjaforseti.
Donald Trump Bandaríkjaforseti. AFP

Repúblikanar, sem eru í meirihluta í öldungadeildinni, greiddu 52 atkvæði gegn 48 með sýknun Trump vegna misbeitingar valds og 53 atkvæði gegn 47 með sýknun Trump af ákæru um að hindra störf þingsins.   

Hvíta húsið segir í yfirlýsingu að Trump hafi fengið uppreist æru. Þar sagði einnig: „Forsetinn er ánægður að hugsa til þess að þetta nýjasta skammarlega uppátæki demókrata tilheyrir núna fortíðinni.“

Jafnframt voru demókratar sakaðir um að reyna að hafa áhrif á komandi forsetakosningar með réttarhöldunum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert