Læknirinn sem varaði við kórónuveirunni er látinn

Li Wenliang, læknir á sjúkrahúsi í borginni Wuhan í Kína, …
Li Wenliang, læknir á sjúkrahúsi í borginni Wuhan í Kína, varaði við útbreiðslu kórónuveirunnar á upphafsdögum hennar en var tekinn á teppið hjá yfirvöldum. Ljósmynd/Weibo

Kínverski læknirinn Li Wenliang, sem varaði almenning við nýju kórónuveirunni í byrjun þessa árs og hlaut viðvörun fyrir vikið, er látinn.

Frá þessu greinir Global Times á Twitter.

Greint hafði verið frá því að Wenliang hefði reynt að vara samstarfsfólk sitt við kórónuveirunni. Skömmu síðar var hann boðaður á fund kínversku lögreglunnar, þar sem hann var vinsamlegast beðinn að hætta að dreifa slúðursögum.

Hann hefur síðan verið hylltur sem hetja fyrir að deila sögu sinni á samfélagsmiðlum. „Sæl öll, þetta er Li Wen­liang, lækn­ir á Wu­h­an-spít­al­an­um,“ seg­ir í upp­hafi færslu hans á sam­fé­lags­miðlin­um Wei­bo.

Æðstu emb­ætt­is­menn í Kína viður­kenndu ný­lega að ekki hefði verið brugðist nógu hratt við þegar kór­ónu­veir­an greind­ist fyrst í borg­inni Wu­h­an und­ir lok síðasta árs. Þá hafa yf­ir­völd jafn­framt viður­kennt að gall­ar hafi verið á þess­um fyrstu viðbrögðum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert