Samþykkja framsal Krekar til Ítalíu

Krekar hefur verið dæmdur til 12 ára fangelsisvistar á Ítalíu.
Krekar hefur verið dæmdur til 12 ára fangelsisvistar á Ítalíu. AFP

Norska ríkisstjórnin hefur gefið grænt ljós á að íslamskur öfgatrúarmaður verði framseldur til Ítalíu þar sem hann hefur verið dæmdur í fanglesi fyrir að stýra hryðjuverkahópi. AFP-fréttastofan greinir frá.

Maðurinn heitir Mullah Krekar, en kallar sig Najumuddin Faraj og er 63 ára kúrdi af írökskum uppruna. Hann var handtekinn var í júlí á síðasta ári eftir að hann var dæmdur, að honum fjarstöddum, til 12 ára fangelsisvistar á Ítalíu. Kreker kom til Noregs sem flóttamaður árið 1991.

Var hann dæmdur fyrir að hafa stýrt hryðjuverkahópi sem nú er búið að uppræta, en hafði nafnið Rawti Shax. Um var að ræða kúrdíska hreyfingu sem hafði tengsl við íslamska ríkið og er talið að hafi verið að skipuleggja hryðjuverkaárásir á Vesturlöndum.

Norskir dómstólar, þar á meðal hæstiréttur, hafa í þrígang úrskurðað að Kreker skuli framseldur til Ítalíu og nú hefur dómsmálaráðuneytið loks gefið grænt ljós á framsalið. Hann hefur hins vegar þrjár vikur til að áfrýja úrskurðinum og lögmaður hans er þegar byrjaður að undirbúa það mál.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert