WHO lýsir yfir heimsfaraldri

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin skilgreinir nú útbreiðslu COVID-19-sjúkdómsins sem heimsfaraldur. Þetta kom fram á blaðamannafundi rétt í þessu.

„Stofnunin hefur verið að meta útbreiðslu sjúkdómsins og við erum mjög áhyggjufull, bæði vegna ógnvekjandi mikillar útbreiðslu og alvarleika, og einnig vegna ógnvekjandi skorts á aðgerðum,“ sagði Tedros Adhanom Ghebr­eys­us, yf­ir­maður Alþjóðaheilbrigðismála­stofn­un­ar­inn­ar, á fundinum.

„Við höfum því metið það svo að hægt sé að skilgreina COVID-19 sem heimsfaraldur.“

Frá blaðamannafundi stofnunarinnar fyrr í vikunni.
Frá blaðamannafundi stofnunarinnar fyrr í vikunni. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert