Viðurkennir mistök bandarískra yfirvalda

Ant­hony Fauci, for­stjóri banda­rísku heil­brigðis­stofn­un­ar­inn­ar.
Ant­hony Fauci, for­stjóri banda­rísku heil­brigðis­stofn­un­ar­inn­ar. AFP

Ant­hony Fauci, for­stjóri banda­rísku heil­brigðis­stofn­un­ar­inn­ar (NIH), viðurkennir að aðferðin sem bandarísk yfirvöld nota til að taka sýni og greina tilfelli kórónuveirunnar, sem veldur COVID-19 sjúkdómnum, virka ekki sem skyldi. 

„Kerfið virkar ekki í samræmi við það sem þörfnumst þessa stundina, við verðum að viðurkenna það,“ segir Fauci. 

Yfirvöld hafa verið gagnrýnd fyrir að taka færri sýni en önnur ríki hafa gert og viðurkenndi Mike Pence varaforseti fyrr í vikunni að skortur væri á slíkum prófum. Í viðtali á CNN í dag gat Pence ekki staðfest hversu mörg sýni hafi verið tekin í Bandaríkjunum, hann vildi „láta sérfræðingana um það“. 

Í gær var greint frá því að níu þúsund sýni hafi verið greind í Bandaríkjunum en til  sam­an­b­urðar má nefna að 189 þúsund sýni hafa verið tekin í Suður-Kór­eu, en fyrsta smitið þar kom upp sama dag og í Banda­ríkj­un­um. Samkvæmt upplýsingum frá Smitsjúkdóma- og sóttvarnamiðstöð Bandaríkjanna (CDC) hafa að minnsta kosti 11.079 sýni verið tekin frá því í janúar. 

Á sama tíma hefur Donald Trump Bandaríkjaforseti fullyrt að aðferðinni sem beitt er til að taka og greina sýni sé með besta móti og mjög umfangsmikil, án þess þó að útskýra það nánar. 

1.573 tilfelli hafa verið staðfest í Bandaríkjunum og 40 hafa látið lífið. 15 hafa náð fullum bata.

Frétt BBC

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert