368 dauðsföll á Ítalíu á einum degi

Ítalskur heilbrigðisstarfsmaður.
Ítalskur heilbrigðisstarfsmaður. AFP

Greint hefur verið frá 368 nýjum dauðsföllum á Ítalíu af völdum kórónuveirunnar. Þetta er mesta aukningin á einum degi til þessa. Þar með hafa 1.809 látist í landinu vegna veirunnar, sem er það mesta utan Kína.

Fjöldi smitaðra á Ítalíu er kominn í 24.747.

Í Lombardia-héraði hafa flestir látist, eða 1.218 talsins, sem er 67% af öllum sem hafa látist á Ítalíu vegna veirunnar.

Yfirvöld á Norður-Ítalíu hafa óskað eftir fleiri sjúkrarúmum og öndunarvélum til að takast á við stöðuna sem er uppi. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert