1000% verðhækkun á spritti

Verð á sótthreinsivökva hefur rokið upp úr öllu valdi í Svíþjóð og nemur hækkunin allt að 1000%. Alls höfðu í gær 5.466 greinst með kórónuveiruna þar í landi í gær og 282 eru látnir. 429 hafa verið lagðir inn á gjörgæsludeildir sjúkrahúsa frá því faraldurinn braust út.

Eldra fólk hefur verið beðið um að forðast almenningssamgöngur en mjög er kvartað yfir yfirfullum strætisvögnum í Stokkhólmi. Ákveðið hefur verið að fjölga ferðum strætisvagna og sporvagna að nýju á mánudag. Áður hafði ferðum utan háannatíma verið fækkað en það hafði þær afleiðingar að vagnarnir yfirfylltust og ekki var hægt að gæta tveggja metra reglunnar. 

Stjórnvöld hafa óskað eftir því að þeir sem geti komist hjá því að nota almenningssamgöngur á háannatíma sleppi því og ferðist frekar á öðrum tímum. 

Jafnframt hefur verið samþykkt að virkja neyðaráætlun sem snýr að heilbrigðisstarfsfólki sem starfar á gjörgæsludeildum sjúkrahúsa. Felur það í sér að starfsfólk getur unnið 48 tíma á viku í stað 40 og launin eru hækkuð í samræmi við það. Starfsmenn fái greitt rúmlega tvöfalt hærra tímakaup.  

Sjá nánar á SVT

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert