Smitum fjölgar eftir tilslakanir í Þýskalandi

Angela Merkel kanslari Þýskalands varar við að tilslakanir verði gerðar …
Angela Merkel kanslari Þýskalands varar við að tilslakanir verði gerðar of snemma. AFP

Tilfellum fjölgar sem og dauðsföllum af völdum kórónuveirunnar í Þýskalandi eftir að tilslakanir voru gerðar í samfélaginu þar sem meðal annars hinar ýmsu verslanir voru opnaðar á nýjan leik. 

Smitin þar í landi eru nú komin í 1,0 sem þýðir að að meðaltali smitar ein manneskja sem er með veiruna aðra til viðbótar. Veirufræðingar og ráðherrar hafa ítrekað bent á að þessi tala þyrfti að komast niður fyrir 1. til að ná að hemja útbreiðsluna. Þeim árangri hafði verið náð um miðjan apríl þegar þessi tala var komin niður í 0,7.

Alls hafa greinst 156.337 með veiruna og dauðsföll er orðin 5.913 talsins. 

Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hefur varað við að ríki innan landsins slaki of snemma á hertum reglum. Það gæti orðið til þess að veiran blossi upp aftur. Heilbrigðiskerfi landsins á í erfiðleikum með að sinna sjúklingum ef smithlutfallið verður mikið hærra en 1,1, segir Merkel.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert