Tveir flugvellir opna á Ítalíu

Maður á gangi í flugstöð Fiumicino-flugvallar í Róm.
Maður á gangi í flugstöð Fiumicino-flugvallar í Róm. AFP

Ítalir ætla að opna tvo flugvelli í landinu í næstu viku, Ciampino í Róm og Peretola í Flórens.

Flugvellirnir opna á nýjan leik 4. maí fyrir farþegaflug, að því er sagði í tilkynningu samgönguráðuneytis landsins.

Ciampino er mest notaður af lággjaldaflugfélögum en Peretola er næststærsti flugvöllur Toscana-héraðs á eftir flugvellinum í Pisa. Báðir flugvellirnir hafa verið lokaðir fyrir farþegaflug síðan 13. mars.

Útgöngubann á Ítalíu rennur úr gildi 4. maí en það hófst 9. mars. Ýmsar takmarkanir verða áfram í gildi en búist er við að fleiri mæti aftur til vinnu og ferðist innan þeirra takmarkana sem verða settar. 

Búist er við að fleiri fyrirtæki verði opnuð á næstu vikum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert