„Þú fæðist ekki reiður“

Bandaríski leikstjórinn Spike Lee.
Bandaríski leikstjórinn Spike Lee. AFP

Bandaríski leikstjórinn Spike Lee segir Bandaríkjamenn vera reiða vegna þess að þeir „lifa hvern dag í þessum heimi þar sem kerfið er ekki hannað til þess að þú getir sigrað“.

Hann segir ástæðurnar fyrir mótmælaöldunni í Bandaríkjunum ekki aðeins vera dauða George Floyd og annarra svartra Bandaríkjamanna, heldur einnig víðtækara misrétti og óréttlæti. 

„Það er ekki eins og þú fæðist reiður,“ segir Lee í samtali við BBC. Viðbrögð Donalds Trump Bandaríkjaforseta sýni að „hann er glæpamaður, hann er að reyna að vera einræðisherra“.

For­seti Banda­ríkj­anna, Don­ald Trump, ávarpaði banda­rísku þjóðina í Rósag­arði Hvíta húss­ins í gær­kvöldi og greindi frá því að hann ætlaði að virkja bæði herlið og borg­ara í land­inu til þess að koma bönd­um á óeirðirn­ar sem fylgt hafa mót­mæl­un­um í kjöl­far dauða Geor­ge Floyds. 

Þá lét Trump lögreglu ryðja almenningsgarð þar sem friðsöm mótmæli fóru fram svo að hann gæti tekið mynd af sér með biblíu í hendi fyrir framan St. John-kirkjuna í Washington. 

„Ég horfði á þetta í gærkvöldi með fjölskyldunni minni og við öskruðum öll af vantrú yfir því að þetta var sviðsett,“ segir Lee. „Þessi valdbeiting — táragas, að berja saklaust, friðsamlegt fólk svo hægt sé að ryðja götuna svo þú getir labbað að kirkjunni. Það var fáránlegt. Biblían leit ekki eðlilega út í hendi hans, og hann leit ekki eðlilega út haldandi á henni. Ég hef aldrei séð neitt þessu líkt áður á ævinni, sérstaklega hjá þjóðarleiðtoga.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert