Mannleg mistök ollu dauða 97 manns

Flugslysið er það mannskæðasta í Pakistan í átta ár. Í …
Flugslysið er það mannskæðasta í Pakistan í átta ár. Í fyrstu var talið að allir 99 um borð hefðu látist en skömmu seinna bárust fregnir af tveimur farþegum sem lifðu af með því að stökkva frá brenn­andi flaki farþegaþot­unn­ar eft­ir að hún hafnaði í íbúðar­hverfi í borg­inni. AFP

Mannleg mistök urðu þess valdandi að farþega­flug­vél pak­ist­anska flug­fé­lags­ins Pak­ist­an In­ternati­onal Air­lines hrapaði í síðasta mánuði með þeim afleiðingum að 97 létu lífið. Þetta er niðurstaða bráðabirgðaskýrslu flugmálayfirvalda. 

„Hvorki flugmaðurinn né flugumferðarstjórar fóru eftir settum reglum,“ sagði flugmálaráðherra Pakistans, Ghulam Sarwar Khan, þegar hann kynnti niðurstöður skýrslunnar á þinginu. Hann sagði jafnframt að flugmennirnir hefðu verið að ræða kórónuveirufaraldurinn þegar þeir áttu að vera að undirbúa vélina fyrir lendingu á alþjóðaflugvellinum í Karachi. Þess í stað hrapaði vélin í íbúabyggð í nágrenninu.  

Ativkið átti sér stað aðeins nokkr­um dögum eftir að farþega­flug var leyft á ný í landinu en allt flug hafði legið niðri um nokkurra vikna skeið sökum kór­ónu­veirufar­ald­urs­ins. „Flugmennirnir voru ekki nógu einbeittir,“ sagði Khan jafnframt. Í skýrslunni kemur fram að flugvélin, sem var af gerðinni Airbus A320, hafi verið fullfær um að fljúga. 

Flugslysið er það mannskæðasta í Pakistan í átta ár. Í fyrstu var talið að allir 99 um borð hefðu látist en skömmu seinna bárust fregnir af tveimur farþegum sem lifðu af með því að stökkva frá brenn­andi flaki farþegaþot­unn­ar eft­ir að hún hafnaði í íbúðar­hverfi í borg­inni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert