Lofar hjólastígum fyrir tvo milljarða punda

AFP

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands og leiðtogi breska Íhaldsflokksins hefur heitið því að verja 2 milljörðum punda í nýja samgönguáætlun, sem felur í sér átak í lagningu hjólreiðastíga, af því er Forbes greinir frá.

Að sögn Johnsons á hjóleiðaátakið Skiptum um gír (e. Gear Change) eftir að verða ein umfangsmesta byltingin í sögu breskra samgangna síðan einkabíllinn ruddi sér til rúms þar í landi. Sjálfur hefur hann gert nokkrar breytingar á sínum lífsstíl og losað sig við um 6 kíló síðan hann greindist með kórónuveirusmit og var þungt haldinn í kjölfarið.

„Hjólreiðar fela ekki einungis í sér heilsufarslegan ávinning. Þær bæta ekki bara vellíðan og heilsuna heldur hjálpa milljónum manns sem stíga ef til vill ekki fæti á hjólið. Þær fela í sér minni loftmengun og minni hljóðmengun. Þær fela í sér aukin viðskipti fyrir verslanir á göngugötum og færri bíla fyrir framan þinn bíl á rauðu ljósi,“ er haft eftir Boris Johnson í inngangi áætlunarinnar.

Boris Johnson boðar miklar breytingar á bresku samgöngukerfi.
Boris Johnson boðar miklar breytingar á bresku samgöngukerfi. AFP

Samkvæmt áætlun átaksins, sem kynnt var á mánudag, geta Englendingar nú einnig fengið hjólreiðaþjálfun á vegum stjórnvalda, gegn framvísun lyfseðils NHS. Johnson hefur lagt ríka áherslu á að byggja sterka innviði, þjálfun og umgjörð um átakið, svo unnt sé að fleiri hjól verði á götunum og færri bílar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert