Bóluefni ekki fyrr en um mitt næsta ár

AFP

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO gerir ekki ráð fyrir útbreiddu bóluefni gegn kórónuveirunni fyrr en um mitt næsta ár. WHO ítrekar að strangt eftirlit þurfi að hafa með virkni og öryggi bóluefna sem eru í þróun.

„Við búumst ekki við útbreiddu bóluefni fyrr en um mitt næsta ár,“ sagði Margaret Harris við blaðamenn í Genf í Sviss í morgun.

Hún bætti því við að þriðja stigs þróun bóluefnis tæki svo langan tíma vegna þess að það þyrfti að sjá nákvæmlega hversu öruggt og virkt það er.

Einhverjir framleiðendur hófu lokaprófanir á bóluefnum í sumar í nokkrum löndum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert