Rekinn í kjölfar yfirlýsingar

Forseti Bandaríkjanna, Donald Trump.
Forseti Bandaríkjanna, Donald Trump. AFP

Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur rekið háttsettan öryggiseftirlitsmann úr starfi en sá hafnaði ásökunum forsetans um víðtækt kosningasvindl í nýafstöðnum forsetakosningum er Trump tapaði fyrir Joe Biden.

Trump tilkynnti um brottreksturinn áTwitter og að uppsögnin tæki gildi nú þegar. Öryggiseftirlitsmaðurinn heitir Chris Krebs og leiddi starf stofnunar á vegum stjórnvalda sem hefur eftirlit með kosningum. Stofnunin lýsti forsetakosningarnar 3. nóvember þær öruggustu í sögu Bandaríkjanna.

Chris Krebs.
Chris Krebs. AFP

Trump, sem neitar að viðurkenna ósigur í forsetakosningunum, hefur ítrekað haldið því fram, án þess að leggja nokkur gögn fram því til sönnunar, að svindlað hafi verið við atkvæðagreiðslu og talningu atkvæða.

Hann segir á Twitter að nýleg yfirlýsing Chris Krebs um öryggismál kosninganna hafi verið mjög ónákvæm því að þar hafi verið um víðtækt svindl að ræða.

Þess vegna hafi Chris Krebs verið rekinn úr starfi framkvæmdastjóra netöryggis- og innviða öryggisstofnunarinnar. 

Krebs, sem greindi vinum sínum frá því í síðustu viku að hann ætti von á uppsögn, virðist staðfesta uppsögnina á eigin Twitter-reikningi í gærkvöldi. Þar segist hann þakklátur fyrir að hafa þjónað landi sínu. „Við gerðum rétt. Vörn í dag, öryggi á morgun,“ skrifar Krebs á Twitter. 

Krebs hafði yfirumsjón með mögulegum tölvuárásum, bæði innanlands sem utan, á kosningavélar. Eins talningarvélum, gagnagrunnum og öðrum öryggiskerfum tengdum atkvæðatalningu og atkvæðagreiðslu.

Brottvikningin hefur verið harðlega gagnrýnd, bæði úr röðum demókrata og repúblikana. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert