Hættir vegna veislu á þakkargjörðarhátíð

Dr. Deborah Birx.
Dr. Deborah Birx. AFP

Háttsettur embættismaður í verkefnahópi Hvíta hússins vegna Covid-19 segist ætla að láta af störfum eftir að fregnir bárust af því að hún hafi boðið fólki til veislu á þakkargjörðarhátíðinni.

Dr. Deborah Birx, sem er 64 ára, vitnaði í gagnrýni í hennar garð eftir fjölskylduveislu í Delaware. „Þessi reynsla hefur verið frekar yfirþyrmandi,“ sagði hún. „Þetta hefur verið mjög erfitt fyrir fjölskylduna.“

Áður hafði verið talað um að Birx ætlaði að sækjast eftir starfi hjá Joe Biden, verðandi Bandaríkjaforseta. Hún hefur starfað fyrir Bandaríkjastjórn síðan Ronald Reagan var forseti.

AFP

Í viðtali við Newsy sagði hún ekki hvenær hún ætlaði að láta af störfum, en nefndi að hún ætlaði að veita nýrri stjórn Bidens aðstoð og hætta svo, að sögn BBC

Hún hafði hvatt Bandaríkjamenn í aðdraganda þakkargjörðarhátíðarinnar til að hafa eins fáa á heimilinu og mögulegt er.

Á sunnudaginn kom svo í ljós að hún hafði ferðast frá Washington til húsnæðis í sinni eigu á Fenwick Island í ríkinu Delware þar sem hún fagnaði hátíðinni með þremur kynslóðum fjölskyldunnar af tveimur mismunandi heimilum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert