Stór skriða féll á íbúðabyggð

Bærinn Ask er um 30 kílómetra norðaustur af höfuðborginni Osló.
Bærinn Ask er um 30 kílómetra norðaustur af höfuðborginni Osló. AFP

Margir eru taldir slasaðir eftir að stór skriða féll nærri miðbæ Ask í Noregi um klukkan fjögur í nótt að staðartíma. Um tvö hundruð hefur verið gert að yfirgefa heimili sín vegna frekari skriðuhættu.

Á vef norska ríkisútvarpsins kemur fram að skriðan hafi skollið á hús í bænum og eyðilagt nokkur þeirra.

Bærinn Ask er um 30 kílómetra norðaustur af höfuðborginni Osló og hefur neyðaráætlun Háskólasjúkrahúss höfuðborgarinnar verið virkjuð vegna náttúruhamfaranna.

Mikill viðbúnaður er á skriðusvæðinu en ekki þykir óhætt að fara inn á það vegna hættu á frekari skriðuföllum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert