Allt að 25 stiga frost á Spáni

Madrid.
Madrid. AFP

Gríðarlegt frost er nú víða á Spáni og mikil snjókoma hefur gert íbúum erfitt fyrir. Yfirvöld hafa hvatt eldri borgara til þess að halda sig heima. Sjö hafa látist vegna veðursins, þar af tveir heimilislausir einstaklingar. 

25 stiga frost var í nótt víða í Molina de Aragón og Teruel, austur af Madrid. Um er að ræða köldustu nótt á Spáni í yfir 20 ár. 

 Mikill snjór sem fylgdi storminum Filomena hefur nú breyst í klaka og skert samgöngur. 

Fyrir utan tvö dauðsföll í Barcelona hafa hið minnsta fimm aðrir látist vegna veðursins, tveir í Madrid, tveir í Málaga og einn í Zaragoza. Í Madrid var rúmlega 16 stiga frost í nótt. Starfsmenn á sjúkrahúsum höfuðborgarinnar, sem þegar eru undir gríðarlegu álagi vegna Covid-19, hafa vart við að sinna sjúklingum sem hafa slasað sig í gríðarlegri hálkunni. Fram kemur á BBC að sjúkrahús í Madrid hafi sinnt hið minnsta 1.200 beinbrotum vegna veðursins. Yfirvöld hafa hvatt eldra fólk, sem hefur í meira mæli slasað sig í hálkunni, að halda sig heima.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert