Jarðsettu tóma líkkistu

Mistökin uppgötvuðust einum og hálfum mánuði eftir jarðsetningu, í grænlenska …
Mistökin uppgötvuðust einum og hálfum mánuði eftir jarðsetningu, í grænlenska þorpinu Nanortalik. Ljósmynd/Wikipedia

Vegna misskilnings var tóm líkkista jarðsett í grænlenska þorpinu Nanortalik í september síðastliðnum og uppgötvuðust mistökin ekki fyrr en einum og hálfum mánuði síðar. Þegar það kom á daginn þurfti að grafa kistuna á ný með hinum látna.

Mike Kristiansen, yfirmaður tækni- og umhverfisstofnunar í bænum Kujalleq, segir í samtali við grænlenska miðilinn KNR, að misskilningur milli heilbrigðis-, kirkju- og bæjaryfirvalda sé orsök mistakanna.

„Þarna hefur orðið brestur á samskiptum milli þriggja aðila. Við erum búin að endurskoða verkferla og getum tryggt að þetta gerist ekki aftur,“ sagði hann.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem þessi mistök verða í Grænlandi, en það sama gerðist seint á árinu 2018 í Nuuk, höfuðborg Grænlands.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert