Kushner tilnefndur til friðarverðlauna Nóbels

Jared Kushner greinir frá friðarsamningum í Miðausturlöndum.
Jared Kushner greinir frá friðarsamningum í Miðausturlöndum. AFP

Jared Kushner, tengdasonur Donald Trumps og fyrrum starfsmaður Hvíta hússins, hefur verið tilnefndur til friðarverðlauna Nóbels. Er ástæða tilnefningarinnar aðkoma hans að friðarsamningi Ísraels og annarra Miðausturlanda.

Tilnefninguna sendi lögmaðurinn Alan Dershowitz, en hann hefur meðal annars verið í lögfræðiteymi Donalds Trumps. Sagði hann að ekki sé um vinsældakosningu að ræða heldur sé fólk tilnefnt fyrir framlög sín til friðar. „Þetta snýst ekki um vinsældir eða skoðun annarra á þessu fólki. Þetta eru verðlaun sem veita á fólki sem uppfyllir kröfur og vilja Alfred Nobels,“ ritar Alan í tilkynningu. 

Aðspurður kveðst Kushner afar stoltur af tilnefningunni. Þá sé hann þakklátur fyrrum forseta Bandaríkjanna, Donald Trump, fyrir tækifærið til að vinna að friði í Miðausturlöndum.

Donald Trump ásamt dóttur, Ivanka og tengdasyni Jared Kushner.
Donald Trump ásamt dóttur, Ivanka og tengdasyni Jared Kushner. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert