Yfirvöld muni krefjast bólusetninga

Vél Qantas.
Vél Qantas. AFP

Alan Joyce, forstjóri ástralska flugfélagsins Qantas, segir að ríkisstjórnir eigi eftir að krefjast þess að þeir sem hyggist fljúga á milli landa séu bólusettir við kórónuveirunni. Bólusetningar séu þannig nauðsynlegar til að blása lífi í flugiðnaðinn. 

Joyce segir í samtali við BBC að ríkisstjórnir ýmissa þjóða horfi á bólusetningu sem „skilyrði inngöngu“. Að öðrum kosti sé það hans skoðun að flugfélagið ætti sjálft að krefjast bólusetningarvottorðs. 

„Okkur ber skylda til þess að hugsa um farþega og starfsmenn okkar, að segja að allir um borð í vélinni séu öruggir,“ segir Joyce, sem telur að réttlætanlegt sé að breyta stöðluðum skilmálum sem samþykktir eru við kaup á flugmiðum.

Ekki eru þó allir sammála því að flugfélög ættu að geta krafist bólusetningarvottorða. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur til að mynda sagt að stofnunin styðji ekki slíka hugmynd nema með samþættu átaki yfirvalda um heim allan, sama hvað flugiðnaðurinn sjálfur kýs. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert