„Mistök“ að draga herlið frá Afganistan

George W. Bush, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna.
George W. Bush, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna. AFP

George W. Bush, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, sagði í dag að það hafi verið mistök að senda herafla Bandaríkjahers frá Afganistan. Bush sagði að almennir borgarar hafi verið skyldir eftir til „slátrunar“ af hálfu talíbana. 

„Afganskar konur og stúlkur munu þjást óheyrilega. Þetta voru mistök... Þau verða bara skilin eftir til þess eins að vera slátrað af þessu hrottafengna fólki og það veldur mér hjartasári,“ sagði Bush í viðtali við Deutsche Welle. 

Forsetinn fyrrverandi, sem sendi fyrst herlið til Afganistan haustið 2001 í kjölfar árásanna á Tvíburaturnana 11. september, sagði að hann teldi að Angelu Merkel Þýskalandskanslara „liði eins“. 

Herlið Bandaríkjanna og Atlantshafsbandalagsins hófu brottflutning frá Afganistan snemma í maí og sveitirnar eiga að hafa yfirgefið landið með öllu fyrir 11. september, 20 árum upp á dag frá hryðjuverkaárásunum í New York. 

Liðsmenn talíb­ana hafa að und­an­förnu sótt fram víða í Af­gan­ist­an og ótt­ast er að brott­hvarf er­lendra her­sveita muni gera talí­bön­um kleift að ná völd­um af af­ganska hern­um í höfuðborg­inni Kabúl. Talíbanar segjast nú ráða yfir 85% landsins. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert