Tugþúsundir mótmæla skyldubólusetningu

Jókerinn var á meðal þátttakenda í borginni Klagenfurt. Ekki fylgir …
Jókerinn var á meðal þátttakenda í borginni Klagenfurt. Ekki fylgir sögunni hvort honum hafi verið hlátur í huga. AFP

Tugþúsundir Austurríkismanna komu saman um helgina til að mótmæla ákvörðun þarlendra stjórnvalda um að skylda landsmenn í bólusetningu gegn Covid-19, en Austurríki er fyrsta ríki Evrópusambandsins sem stígur þetta skerf. Kanslari Austurríkis hélt því fram í dag að bólusetning væri minniháttar inngrip borið saman við aðrar sviðsmyndir sem landsmenn standi frammi fyrir.

Ein fjölmennustu mótmælin fóru fram í borginni Graz í suðurhluta landsins. Lögreglu taldist að um það bil 25.000 manns hefðu komið þar saman, en mótmælin fóru að mestu friðsamlega fram. 

Talsmaður lögreglunnar segir aftur á móti að hún sé með mál þriggja manna um tvítugt til skoðunar sem eru sakaðir um að hafa heilsað að sið nasista. Þá hafa margir brotið gegn reglum um sóttvarnir, m.a. brot gegn grímuskyldu.

Alexander Schallenberg, kanslari Austurríkis.
Alexander Schallenberg, kanslari Austurríkis. AFP

Alexander Schallenberg, kanslari Austurríkis, sagði í viðtali við ítalska dagblaðið Corriere della Sera, að ríkisstjórnin hefði því miður verið nauðbeygð til að taka ákvörðun um að skylda landsmenn í bólusetningu þar sem aðeins 67% þjóðarinnar væru búin að fá bóluefni, sem er eitt lægsta bólusetningarhlutfall í Vestur-Evrópu. 

Hann sagði að miðað við núverandi ástand „þá komumst við aldrei út úr þessum vítahring nýrra bylgja og nýrra deilna um útgöngubönn.“

„Sérhvert útgöngubann er þungt inngrip hvað varðar grundvallarréttindi fólks. Borið saman við það, þá er skyldubólusetning minniháttar inngrip,“ sagði Schallenberg.

Austurríkismenn standa nú frammi fyrir síhækkandi smittölum og til að bregðast við því gripu stjórnvöld til þess ráðs að setja á útgöngubann að hluta sl. mánudag. Bannið hefur þó ekki áhrif á starfsemi skóla sem eru áfram opnir. 

Í gær var einnig mótmælt í Sankt Pölten þar sem um 3.500 komu saman og í Klagenfurt þar sem um 5.000 manns mótmæltu

Margir eru ósáttir við að stjórnvöld vilji skylda landsmenn til …
Margir eru ósáttir við að stjórnvöld vilji skylda landsmenn til að láta bólusetja sig. Kanslari landsins segir að of fáir hafi fengið bóluefni og því standi þjóðin frammi fyrir vítahring nýrra smita og hertra aðgera verði ekki brugðist hratt við með almennri bólusetningu. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert