Kosið um umdeild neyðarlög í kvöld

Lögreglan handtók 191 mótmælanda um helgina.
Lögreglan handtók 191 mótmælanda um helgina. AFP

Kanadíska þingið þurfti að fresta fundum sínum á föstudaginn vegna ótta við óeirðir milli mótmælenda og lögreglu, en hörð mótmæli gegn ráðstöfunum vegna kórónufaraldursins hafa staðið yfir frá því í janúar. Lögreglan í Ottawa sagði að umdeild ákvörðun stjórnvalda um setningu neyðarlaga hefði flýtt fyrir aðgerðum, en alls var 191 mótmælandi handtekinn um helgina.

Stjórnvöld hafa varið ákvörðun sína um að beita neyðarlögunum til að eðlilegt líf geti haldið áfram í landinu. Lögin heimila mun meira inngrip í fjöldamótmæli og hefur aldrei verið beitt áður í sögu landsins. Ekki eru allir sammála stjórnvöldum og sagði Candice Bergen, bráðabirgðaformaður Íhaldsflokksins, að Trudeau forsætisráðherra hefði skapað þetta ástand sjálfur með því að skipta þjóðinni í andstæðar fylkingar.

Samtök borgaralegra réttinda í Kanada (CCLA) hyggjast fara í mál gegn ríkinu um brot á stjórnarskrárvörðum réttindum borgaranna. Einnig hafa Amnesty International lýst yfir áhyggjum af broti á mannréttindum í Ottawa.

Á laugardag kom til átaka milli lögreglu og mótmælenda og beitti lögreglan piparúða og kylfum og dró burt vörubíla sem tálmuðu umferð.

Í kvöld mun kanadíska þingið svogreiða atkvæði um hvort réttlætanlegt hafi verið að nota neyðarlögin gegn mótmælendum í Ottawa.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert