Ítalir leggja hald á snekkjuna A

Snekkjan A lónar við Skjálfanda síðasta vor.
Snekkjan A lónar við Skjálfanda síðasta vor. Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson

Yfirvöld á Ítalíu hafa haldlagt lúxussnekkju rússneska milljarðamæringsins Andrei Melnichenko sem sætir nú refsiaðgerðum ríkja Vesturlanda vegna innrásar Rússlands í Úkraínu. 

Snekkja Melnichenko er talin vera 580 milljón dollara virði, því sem jafngildir tæplega 77 milljörðum króna. 

Snekkjan sást víða við Íslandsstrendur síðasta vor og sumar. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert