Þjóðernissinnar í Maríupol þurfi að leggja niður vopn

Vladimír Pútín.
Vladimír Pútín. AFP

Vladimír Pútín, forseti Rússlands, og Emmanuel Macron, forseti Frakklands, halda áfram að ræða málin með reglulegu millibili. 

Í tilkynningu frá Kreml kemur fram að þeir hafi rætt saman í dag. Segir þar að Pútín hafi tjáð Macron að þjóðernissinnar í Maríupol verði að leggja niður vopn til að hægt sé að takast á við ástandið í borginni og auðvelda hjálparstarf. 

„Fram kom að til að laga megi ástandið í borginni hvað varðar mannúðarmálin þurfi úkraínskir þjóðernissinnar að hætta mótspyrnu og leggja niður vopn,“ segir í tilkynningunni. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert