Óskar eftir fleiri vopnum

Dmytro Ku­leba, utanríkisráðherra Úkraínu, og Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO.
Dmytro Ku­leba, utanríkisráðherra Úkraínu, og Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO. AFP/François WALSCHAERTS

Dmytro Ku­leba, ut­an­rík­is­ráðherra Úkraínu, hefur óskað eftir því að NATO-ríki sendi fleiri vopn til Úkraínu til að landið geti betur varist innrás Rússa í landið.

Þetta kom fram í máli Kuleba í höfuðstöðvum NATO í Brussel í Belgíu nú í morgun en þar munu utanríkisráðherrar NATO-ríkja funda síðar í dag.

Kuleba sagði spurður að hann legði áherslu á þrjá hluti á fundum dagsins: „Vopn, vopn og vopn.“

Hann sagði að öll vopn kæmu til greina og þau yrðu öll notuð til að verja Úkraínu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert