Biden setur tóninn fyrir G7-ráðstefnu

Joe Biden Bandaríkjaforseti segir að ríki Atlantshafsbandalagsins þurfi að standa …
Joe Biden Bandaríkjaforseti segir að ríki Atlantshafsbandalagsins þurfi að standa saman nú þegar átök geisa í Úkraínu. AFP/Mandel Ngan

Joe Biden Bandaríkjaforseti sagði á fundi fyrir ráðstefnu G7-ríkjanna í dag að ríki Atlantshafsbandalagsins þurfi að standa saman gegn stríðsrekstri Rússa. Hann hrósaði þá Olaf Scholz Þýskalandskanslara fyrir að stuðla einmitt að því.

„Mig langar að hrósa þér fyrir að stíga fram með þeim hætti sem þú gerðir eftir að þú tókst við kanslaraembættinu. [...] Þú tókst skýra afstöðu til átakanna í Úkraínu og hafðir áhrif á alla Evrópu“.

Biden hrósaði Scholz fyrir að taka strax skýra afstöðu hvað …
Biden hrósaði Scholz fyrir að taka strax skýra afstöðu hvað varðar átökin í Úkraínu. Ráðstefna G7-ríkjanna er rétt að hefjast. AFP

Rætt um átökin í Úkraínu á G7-fundi á morgun

Biden sagði Pútín Rússlandsforseta hafa vonast til þess að G7-ríkin yrðu sundruð. „En við erum það ekki og ætlum ekki að verða það.“ Hitti hann Scholz í Elmau-kastalanum þar sem G7-ríkin munu funda næstu þrjá daga. Ráðstefnan hefst klukkan 10.30 í dag að íslenskum tíma. Efnahagsástand heimsins verður þá til umræðu en í fyrramálið verður rætt um átökin í Úkraínu. 

Bandaríkin hafa lagt mikla áherslu á að styrkja samband sitt við Þýskaland síðan Biden tók við embætti fyrir tveimur og hálfu ári síðan. Búist er við því að Rússland og Úkraína verði í brennidepli á fundi G7-ríkjanna en einnig samstarf þeirra á hinum ýmsu sviðum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert