Rússum meinað um dvalarleyfi og vegabréfsáritun

Rússneskur ríkisborgari heldur á vegabréfi sem brennur fyrir utan rússneska …
Rússneskur ríkisborgari heldur á vegabréfi sem brennur fyrir utan rússneska sendiráðið í Kænugarði, höfuðborg Úkraínu. AFP

Yfirvöld í Eistlandi munu ekki veita rússneskum ríkisborgurum tímabundið dvalarleyfi né vegabréfsáritanir til að stunda nám í landinu.

„Áframhaldandi refsiaðgerðir gegn Rússlandi eru nauðsynlegar til að þrýsta á stjórnvöld þar. Ef aðgerðirnar hjálpa til við að stoppa yfirgang Rússa þá er okkar eigið öryggi tryggt,“ sagði Urmas Reinsalu, utanríkisráðherra Eistlands, í yfirlýsingu.

Þá verða ríkisborgarar Rússlands og Hvíta-Rússlands með dvalarleyfi í öðru aðildarríki Evrópusambandsins ekki lengur leyfðir, en þetta er viðbótarráðstöfun sem miðar að því að tryggja að Rússar geti ekki farið framhjá framangreindum refsiaðgerðum með því að fá vegabréfsáritun til annars lands.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert