Fátækt beitt sem vopni gegn Evrópu

Volodimír Selenskí, forseti Úkraínu.
Volodimír Selenskí, forseti Úkraínu. AFP/Dímítar Dílkoff

Rússland vill eyðileggja hversdagslíf í Evrópu, að sögn Volodimírs Selenskís, forseta Úkraínu. Hann telur Kreml nú reyna að ráðast á íbúa, á svæðum sem ekki er enn hægt að skjóta flugskeytum á, með fátækt og með því að skapa glundroða í stjórnmálum. BBC greinir frá.

Yfirlýsing Selenskís kemur í kjölfar þess að Rússar stöðvuðu gassölu til Þýskalands tímabundið. Yfirvöld í Rússlandi segja ákvörðunina hafa verið tekna sökum tæknilegrar vandamála. 

Rúss­neska stór­fyr­ir­tækið Gazprom sendi frá sér til­kynn­ingu þar sem fram kom að leiðsla sem skipt­ir miklu máli fyr­ir gas­flutn­ing­inn þurfi á viðgerð að halda. Í hefðbundnu viðhaldi hafi komið í ljós leki í túr­bínu sam­kvæmt til­kynn­ing­unni. Á meðan unnið sé að viðgerð sé lokað fyr­ir af­hend­ingu jarðgass.

Rússar ekki áreiðanlegir

Þjóðverjar eru þó ekki sannfærðir og telja Rússa vera að beita sig þrýstingi vegna viðbragða við stríðinu í Úkraínu. Olaf Scholz hefur sagt að Rússar séu ekki lengur áreiðanlegur þegar kemur að orkuviðskiptum.

Útlit er fyrir að þetta muni leiða til enn frekari orkukreppu í Evrópu. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert