Meloni formlega tekin við embætti

Giorgia Meloni með bjölluna.
Giorgia Meloni með bjölluna. AFP/Andreas Solaro

Giorgia Meloni hefur formlega tekið við sem fyrsti kvenkyns forsætisráðherra Ítalíu, fjórum vikum eftir að þjóðernissinnaður popúlistaflokkur hennar bar sigur úr býtum í þingkosningum.

Í athöfn sem var haldin í Róm, höfuðborg Ítalíu, ræddi hún í 90 mínútur við fráfarandi forsætisráðherra, Mario Draghi, áður en hann afhenti henni á táknrænan hátt litla bjöllu sem er notuð í umræðum á ítalska þinginu.

Giorgia Meloni ásamt Mario Draghi í morgun.
Giorgia Meloni ásamt Mario Draghi í morgun. AFP/Andreas Solaro
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert