„Skítug sprengja“ ekki á dagskrá

Pútín Rússlandsforseti (til vinstri) og Sergei Shoigu (í miðjunni) ásamt …
Pútín Rússlandsforseti (til vinstri) og Sergei Shoigu (í miðjunni) ásamt rússneskum hermanni. AFP/Mikhail Klimentyev/Sputnik

Úkraínumenn hafa gagnrýnt Rússa fyrir að halda því fram að úkraínsk stjórnvöld hafi í hyggju að nota geislavirka sprengju á sínu eigin landsvæði.

Þeir segja að um „hættulegar” lygar sé að ræða og hvetja Vesturlönd til að vara Rússa við að gera ekki hvað sem er til að stigmagna átök landanna.

Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra Rússlands, sagðist við varnarmálaráðherra Bretlands, Frakklands og Tyrklands „hafa áhyggjur af mögulegri ögrun af hálfu Úkraínumanna með notkun „skítugrar sprengju””. Þar átti hann við vopn sem notar hefðbundið sprengiefni til að dreifa geislavirku efni.

Úkraína og vestrænir bandamenn landsins vísuðu þessum ásökunum fljótt á bug. Bandaríkin, Bretland og Frakkland gáfu út sameiginlega yfirlýsingu þar sem kom fram að þær væru „algjörlega rangar”.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert