Úkraína í raun og veru aðili að NATO

Oleksí Reznikov í desember
Oleksí Reznikov í desember AFP/Sergei Supinskí

Úkraína er í rauninni aðili að Atlantshafsbandalaginu, NATO, að sögn varnarmálaráðherra landsins, vegna þess að Vesturlönd, sem áður höfðu áhyggjur af því að hernaðaraðstoð leiddi til stigmögnunar stríðsins, hafa breytt hugarfari sínu.

Í viðtali við BBC sagðist Oleskí Reznikov vera viss um að Úkraína fengi vopnin sem landið hafi lengi óskað eftir, þar á meðal skriðdreka og herþotur, til að nota í bardögum við Rússa.

„Þessar áhyggjur af aukinni stigmögnun finnst mér tengjast eins konar reglubók,“ sagði Reznikov.

„Úkraína sem land og hersveitir Úkraínu urðu hluti af NATO. Í raun og veru en ekki samkvæmt lögum. Vegna þess að við erum með vopnin og við vitum hvernig á að nota þau.“

Rússar hafa haldið því fram að þeir séu að berjast við NATO í Úkraínu vegna þess að Vesturlönd hafa útvegað þeim vopn.

Úkraínumenn hafa í mörg ár reynt að ganga til liðs við NATO og hefur Pútín Rússlandsforseti lýst aðild þeirra sem ógn við öryggi Rússa.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert