Verjast áfram drónaárásum Rússa

Sérfræðingur skoðar hér brak úr dróna sem skotinn var niður …
Sérfræðingur skoðar hér brak úr dróna sem skotinn var niður yfir Kænugarði í gær. AFP/Sergei Supinsky

Úkraínski herinn skaut niður 37 flugskeyti Rússa og 29 dróna í nótt, samkvæmt færslu yfirmanns í hernum á samfélagsmiðlum. Þar kemur fram að alls hafi Rússar skotið 40 flugskeytum og sett 35 dróna á loft í nótt.

Dróna grandað á flugi.
Dróna grandað á flugi. AFP/Sergei Supinsky

Í gær grandaði úkraínski flugherinn 52 af 54 drónum Rússa yfir höfuðborginni Kænugarði, í umfangsmestu drónaárás sem gerð hefur verið frá upphafi innrásarinnar. Tveir létust í árásunum í gær og að minnsta kosti þrír slösuðust.

Síðustu vikur hafa fjölmargar árásir verið gerðar á Kænugarð og virðist áhersla Rússa á að brjóta niður varn­ir borg­ar­inn­ar, vera að aukast.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert