Fagna ákvörðun Íslendinga

Jose Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.
Jose Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Reuters

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem samþykki Alþingis Íslendinga, fyrir því að senda inn aðildarumsókn að Evrópusambandinu, er fagnað.

„Ákvörðun íslenska þingsins er til marks um kraft Evrópuverkefnisins og sýnir þá von sem Evrópa stendur fyrir,” segir í yfirlýsingu  Jose Manuel Barroso, forseta framkvæmdastjórnarinnar.

„Ísland er Evrópuþjóð með djúpar lýðræðislegar rætur. Það er nú í höndum íslensku ríkisstjórnarinnar að fylgja eftir ákvörðun sinni og sækja formlega um aðild að sambandinu.”

Olli Rehn, sem fer með stækkunarmál sambandsins innan framkvæmdastjórnarinnar, segist einnig fagna ákvörðun Íslendinga og því að stækkun sambandsins nái hugsanlega brátt til norðvesturhorns Evrópu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent — Fleiri fréttir

Í dag

Í gær