Íslendingar kenni Hollandi og Bretlandi um allt slæmt

FT.com segir Íslendinga kenna Bretum og Hollendingum um allar slæmar …
FT.com segir Íslendinga kenna Bretum og Hollendingum um allar slæmar fréttir. Eggert Jóhannesson

Fréttavefur Financial Times birtir í dag frétt um viðbrögð Íslendinga og Breta við frestun Alþjóða gjaldeyrissjóðsins á endurskoðun efnahagsáætlunar ríkisstjórnar Íslands. Segir í fréttinni að Bretar hafni því að hafa haft áhrif á ákvörðun sjóðsins, en því sé haldið fram á Íslandi að Bretar og Hollendingar standi á bak við hana.

Bretland neitaði í dag ásökunum um að þeir haft beitt sér fyrir seinkun endurskoðunar AGS og benti á að það væri mikilvægur liður í áætlun þeirra um endurheimt bresks sparifjár að íslenskur efnahagur rétti úr sér.

„Breska stjórnin styður að fullu samstarf AGS og Íslands,“ sagði talsmaður breska fjármálaráðuneytisins í dag. „Tímasetningar stjórnar AGS eru alfarið á könnu stjórnar AGS.“

Þau sjónarmið ríkja í Lundúnum að Ísland hafi tilhneigingu til þess að ímynda sér að Bretar eða Hollendingar standi á bak við allar slæmar fréttir, nokkuð sem endurspegli vel stirð tengsl milli Breta og Íslendinga.

Vefur FT segir að viðhorf Íslendinga til Bretlands hafi verið neikvætt síðan Bretar notuðu hryðjuverkalögin til þess að frysta eignir Landsbankans í október. Þetta hafi svo blossað upp aftur þegar heildarkostnaður Íslendinga vegna Icesave hafi komið í ljós.

Margir Íslendingar spyrji af hverju þeir eigi að borga fyrir erlendar skuldbindingar einkabanka og þeir séu sárir vegna þrýstings frá Bretum og Hollendingum. Hollenski utanríkisráðherrann sagði nýlega að stuðningur við aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu væri háður samþykkt Icesave.

Þá hefur vefurinn eftir Ragnari Hall að bresk og hollensk stjórnvöld misnoti áhrif sín á þessar alþjóðlegu stofnanir.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent — Fleiri fréttir

Í dag

Í gær