Gæti frestað aðildarviðræðum

Miguel Angel Moratinos utanríkisráðherra Spánar.
Miguel Angel Moratinos utanríkisráðherra Spánar. Reuters

Utanríkisráðherra Spánar, Miguel Ángel Moratinos, en Spánn er í forsæti Evrópusambandsins, segir að þjóðaratkvæðagreiðslan um Icesave-lögin sé innanríkismál á Íslandi en þetta geti tafið fyrir aðildarviðræðum Íslands við ESB. Reuters fréttastofan hefur þetta eftir Moratinos.

„Ég vonast til þess að íbúar Íslands... sjái aðild að ESB sem framtíðarverkefni," sagði Moratinos. Hann segist vonast til þess að Ísland muni ganga í ESB en á meðan lögin eru ekki samþykkt þá getur það tafið allt ferlið og samningaviðræðurnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent — Fleiri fréttir

Í dag