Sjálfstæðismenn vilja draga umsókn til baka

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins.
Landsfundur Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Kristinn

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins samþykkti rétt í þessu að bæta við stjórnmálaályktun fundarins að flokkurinn krefjist þess að umsókn um aðild þjóðarinnar að Evrópusambandinu verði dregin til baka.

Ljóst er að um mikið hitamál er að ræða. Sumir fundargestir fögnuðu ákaft er niðurstaðan varð ljós, en aðrir gengu af fundinum.

Viðbótin hljóðaði svo: „Sjálfstæðisflokkurinn setur fram þá skýru kröfu að umsókn um aðild Íslands að Evrópusambandinu veðri dregin til baka án tafar.“

Einnig var því bætt við að flokkurinn segi já við að „íslensku þjóðinni vegni best utan ESB.“

mbl.is

Innlent — Fleiri fréttir

Í dag

Í gær