Prédikari fundinn sekur um mannrán og nauðgun

Brian David Mitchell hefur verið fundinn sekur um að hafa …
Brian David Mitchell hefur verið fundinn sekur um að hafa rænt Smart og nauðgað henni ítrekað í níu mánuði. Reuters

Heimilislaus götuprédikari var í dag fundinn sekur um að hafa rænt 14 ára gamalli stelpu og haldið henni fanginni í níu mánuði og nauðgað fyrir átta árum. Það tók kviðdóminn um fimm klukkustundir að komast að niðurstöðu.

Brian David Mitchell og kona hans brutust inn í svefnherbergi stúlkunnar, Elizabeth Smart, og höfðu hana á brott með sér í júnímánuði árið 2002. Henni var bjargað úr prísundinni níu mánuðum síðar en málið vakti heimsathygli á sínum tíma.

Lögfræðingur Mitchell reyndi að halda því fram fyrir rétti að skjólstæðingur sinn væri ekki sakhæfur sökum geðveilu, en hann á að hafa sönglað nánast öll réttarhöldin. Kviðdómur kvað þó upp þann úrskurð að Mitchell væri nægilega heilvita til að taka ábyrgð á gjörðum sínum

Smart , sem er orðin 23 ára gömul, bar vitni við réttarhöldin og brosti þegar dómurinn var kveðinn upp.

Elizabeth Smart við dómshúsið í Salt Lake City í Utah-fylki …
Elizabeth Smart við dómshúsið í Salt Lake City í Utah-fylki í Bandaríkjunum STR
mbl.is

Erlent — Fleiri fréttir

Í dag

Í gær

Þriðjudaginn 16. apríl

Mánudaginn 15. apríl