Tólf sæmd fálkaorðu

Tólf voru sæmdir heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu á Bessastöðum í …
Tólf voru sæmdir heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu á Bessastöðum í dag mbl.is/Eggert Jóhannesson

Tólf einstaklingar voru sæmdir heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu af forseta Íslands, Ólafi Ragnari Grímssyni á Bessastöðum í dag. Meðal þeirra er Ragnar Axelsson ljósmyndari Morgunblaðsins. Hlaut hann riddarakross fyrir framlag til ljósmyndunar og umfjöllun um lífshætti frumbyggja á norðurslóðum.

Aðrir sem fengu fálkaorðu í dag:

Ágústa Þorkelsdóttir bóndi, Refsstað Vopnafirði, riddarakross fyrir störf í þágu dreifbýlis og heimabyggðar.

Björgvin Halldórsson tónlistarmaður, Hafnarfirði, riddarakross fyrir framlag til íslenskrar tónlistar.

Bryndís Halla Gylfadóttir sellóleikari, Reykjavík, riddarakross fyrir framlag til íslenskrar tónlistar.

Dóra Guðbjört Jónsdóttir gullsmiður, Reykjavík, riddarakross fyrir framlag til þjóðlegrar gull- og silfursmíði.

Jón Karl Karlsson fyrrverandi formaður Verkamannafélagsins Fram og Alþýðusambands Norðurlands, Sauðárkróki, riddarakross fyrir störf í þágu verkalýðsmála og réttindabaráttu.

Jóna Valgerður Kristjánsdóttir fyrrverandi sveitarstjóri, oddviti og alþingismaður, Reykhólahreppi, riddarakross fyrir framlag til félagsmála á landsbyggðinni.

Karl M. Guðmundsson fv. íþróttakennari og fræðslustjóri ÍSÍ, Reykjavík, riddarakross fyrir störf að æskulýðs- og íþróttamálum.

María Jóna Hreinsdóttir ljósmóðir, Reykjavík, riddarakross fyrir brautryðjendastörf í þágu fósturgreiningar og ljósmóðurfræða.

Pétur Gunnarsson rithöfundur, Reykjavík, riddarakross fyrir ritstörf og framlag til íslenskra bókmennta.

Rannveig Löve fyrrverandi kennari, Kópavogi, riddarakross fyrir brautryðjandastarf á sviði lestrarkennslu og störf að málefnum berklasjúklinga.

Sigurgeir Guðmundsson formaður Slysavarnarfélagsins Landsbjargar, Hellu, riddarakross fyrir forystu á sviði björgunar og almannavarna.

Kápan á bók Ragnars Axelssonar, Veiðimenn norðursons
Kápan á bók Ragnars Axelssonar, Veiðimenn norðursons
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent — Fleiri fréttir

Í dag