Loka sorpbrennslustöðinni í Öræfum

Frá Skaftafelli í Öræfum.
Frá Skaftafelli í Öræfum. Ragnar Axelsson

Ákveðið hefur verið að loka sorpbrennslustöðinni að Svínafelli í Öræfum. Stöðin hefur verið rekin síðan 1993.

Sorpbrennslustöðin Brennu-Flosi hf að Svínafelli í Öræfum hefur þjónað íbúum og fyrirtækjum í Öræfum frá árinu 1993 þegar Hofshreppur ásamt ábúendum í Svínafelli I ákváðu að hefja rekstur hennar. Hofshreppur sameinaðist öðrum sveitarfélögum í Austur-Skaftafellssýslu undir merkjum Sveitarfélagsins Hornafjarðar árið 1998.
 
Samhliða uppbyggingu brennsluofnsins byggði fjölskyldan í  Svínafelli I sundlaugina Flosalaug sem hituð var með orku frá brennsluofninum. Sundlaugin hefur þjónað gestum og íbúum Öræfa öll þessi ár og verið mikilvægur hlekkur í ferðaþjónustu. 
 
Í ljósi umræðu um sorpbrennslustöðvar á landinu og umræðu um mengun sem af þeim stafar hafa rekstraraðilar stöðvarinnar og bæjarráð Sveitarfélagsins Hornafjarðar ákveðið að loka sorpbrennslunni.  Þar með verður Flosalaug einnig lokað.  Ákvörðunin var tekin á fundi bæjarráðs þann 21. febrúar sl.
 
Tekið verður upp samskonar fyrirkomulag í sorpmálum og annars staðar í sveitarfélaginu.   Stefnt er því að hið nýja kerfi taki gildi á allra næstu vikum.
 
Það liggur fyrir að mælingar á mjólk í Svínafelli sýna að hún stenst fyllilega samanburð við aðra heilnæma mjólk sem framleidd er á Íslandi.  Mengunarmælingar á sorpbrennslunni fóru fram í janúar sl.  Umhverfisstofnun mun á næstu vikum taka sýni úr jarðvegi í námunda við sorpbrennslustöðina.  Niðurstöður þessara mælinga verða birtar þegar þær liggja fyrir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent — Fleiri fréttir

Í dag

Í gær