Styttist í að Giffords fari heim

Gabrielle Giffords
Gabrielle Giffords

Hugsanlegt er að bandaríski þingmaðurinn Gabrielle Giffords, sem var skotin í höfuðið 8. janúar sl., fái að fara heim af spítala í þessu mánuði. Giffords hefur náð ótrúlega góðri heilsu. Hún talar, gengur um og sér um sjálfan sig.

Giffords hefur verið á endurhæfingardeild undanfarnar vikur og gengur endurhæfingin vel. Byssukúlan fór í gegnum heila hennar og var um tíma óttast um líf hennar. Hluti af höfuðkúpubeini var fjarlægður vegna mikillar bólgu í heila. Framfarir hennar hafa verið ótrúlegar og nú eru læknar farnir að íhuga hvort leyfa eigi henni að fara heim. Fjölmiðlar eru farnir að velta fyrir sér hvort Giffords muni hugsanlega sækjast eftir endurkjöri á Bandaríkjaþing á næsta ári.

Giffords á þó enn langt í land með að ná fullri heilsu. Hún hefur t.d. ekki náð fullum tökum á máli, en læknar segja að hún taki stöðugum framförum.

Mark Kelly, eiginmaður Giffords, er í áhöfn geimskutlunnar Endevour sem send verður á loft síðar í þessum mánuði. Engin ákvörðun hefur verið tekin um hvort Giffords verður viðstödd geimskotið.

Mark Kelly, eiginmaður Giffords, er geimfari og æfir fyrir geimskot …
Mark Kelly, eiginmaður Giffords, er geimfari og æfir fyrir geimskot síðar í mánuðinum. Reuters
mbl.is

Erlent — Fleiri fréttir

Í dag

Í gær

Mánudaginn 22. apríl

Sunnudaginn 21. apríl

Laugardaginn 20. apríl