Eldgos hafið í Heklu

Starfsmaður Landsvirkjunar í Vatnsfellsvirkjun hringdi í Ríkisútvarpið rétt í þessu og tilkynnti að hann hefði séð eldglæringar í Heklu. Þá sést gosið einnig víðar af Suðurlandi og allt frá Vestmannaeyjum. Að sögn íbúa í Mýrdal er mökkurinn mjög hár og stefnir í suð-austur. Að sögn kunnugra er mökkurinn svipaður og var í stórgosinu 1947. Þenslumælingar gefa til kynna að gosið hafi hafist um klukkan 17:10.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert