Guðni kyssti Skrautu að Stóra-Ármóti

Guðna Ágústssyni landbúnaðarráðherra í fjósinu á tilraunabúinu að Stóra Ármóti …
Guðna Ágústssyni landbúnaðarráðherra í fjósinu á tilraunabúinu að Stóra Ármóti þar sem hann kyssti Skrautu í kveðjuskyni. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson

Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra hélt blaðamannafund á Stóra-Ármóti í Hraungerðishreppi, rétt við Selfoss, í dag. Þar tilkynnti hann þá ákvörðun sína að heimila innflutning á fósturvísum úr NRF-kúastofninum norska sem leitt gæti í ljós hvort hagkvæmt væri að taka kýr af þeim stofni eða blendingsgripi af íslenskum og norskum stofni til notkunar við mjólkurframleiðslu á Íslandi. Að fundinum loknum fór hann í fjósið á tilraunabúinu að Stóra-Ármóti og kyssti Skrautu í kveðjuskyni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert