Sjálfstætt fólk og Njála meðal 100 bestu skáldverka sögunnar

Sjálfstætt fólk, eftir Halldór Laxness, og Njáls saga eru í hópi 100 bestu skáldverka sögunnar samkvæmt vali 100 valinna höfunda frá 54 löndum fyrir norsku bókaklúbbana og birt var í dag. Sagan Don Kíkóti eftir Spánverjann Miguel de Cervantes Saavedra, sem kom út í tveimur hlutum 1605 og 1615, var valin merkasta bókin en að öðru leyti var bókunum 100 ekki raðað.

Listinn yfir bækurnar 100 er eftirfarandi:
Albert Camus, Frakklandi, (1913-1960), Útlendingurinn
Alfred Döblin, Þýskalandi, (1878-1957), Berlin Alexanderplatz
Anton P. Tsjekov, Rússlandi, (1860-1904), Valdar sögur
Astrid Lindgren, Svíþjóð, (1907-2002), Lína langsokkur
Charles Dickens, Englandi, (1812-1870), Glæstar vonir
Chinua Achebe, Nígeríu (f. 1930), Things Fall Apart
D.H. Lawrence, Englandi, (1885-1930), Synir og elskhugar
Denis Diderot, Frakklandi (1713-1784), Jakob forlagasinni og meistari hans
Dante Alighieri, Ítalíu, (1265-1321), Hin guðdómlegi gleðileikur
Edgar Allan Poe, Bandaríkjunum, (1809-1849), Sögur
Elsa Morante, Ítalíu, (1918-1985), Mannkynssaga
Emily Bronte, Englandi, (1818-1848), Fýkur yfir hæðir
Ernest Hemingway, Bandaríkjunum, (1899-1961), Gamli maðurinn og hafið
Evrípídes, Grikklandi, (um 480-406 f.K.), Medea
Federico Garcia Lorca, Spáni, (1898-1936), Tatarasöngvar
Fernando Pessoa, Portúgal, (1888-1935), The Book of Disquiet
Fjodor M. Dostojevskí, Rússlandi, (1821-1881), Glæpur og refsing og refsing, Fávitinn, Karamazovbræðurnir
Francois Rabelais, Frakklandi, (1495-1553), Gargantúa og Pantagrúel
Franz Kafka, Bæheimi, (1883-1924), Réttarhöldin, og Bæheimskastali
Gabriel Garcia Marquez. Kólombíu, (b. 1928), Hundrað ára einsemd og Ást á tímum kólerunnar
Geoffrey Chaucer, Englandi, (1340-1400), Kantaraborgarsögur
George Eliot, Englandi, (1819-1880), Middlemarch
George Orwell, Englandi, (1903-1950), 1984
Giacomo Leopardi, Ítalíu, (1798-1837), Ljóðasafn
Gilgamesh, Mesopótamíu (um 1800 f.K.). Giovanni Boccaccio, Ítalíu, (1313-1375), Dekameron
Gustave Flaubert, Frakklandi, (1821-1880), Frú Bóvarý og L'education Sentimentale
Günter Grass, Þýskalandi, (f. 1927), Blikktromman
Halldór Laxness, Íslandi, (1902-1998), Sjálfstætt fólk
Hans Christian Andersen, Danmörku, (1805-1875), Sögur og ævintýri
Henrik Ibsen, Noregi (1828-1906), Brúðuhúsið
Herman Melville, Bandaríkjunum, (1819-1891), Moby Dick
Hómer, Grikklandi, (700 fyrir Krist), Ilíonskviða og Odysseifskviða
Honore de Balzac, Frakklandi, (1799-1850), Le Père Goriot
Italo Svevo, Ítalíu, (1861-1928), Játningar Zenos
Jalal ad-din Rumi, Íran, (1207-1273), Mathnawi
James Joyce, Írlandi, (1882-1941), Ódysseifur
Jane Austen, Englandi, (1775-1817), Pride and Prejudice
Johann Wolfgang von Göthe, Þýskalandi, (1749-1832), Fást
Joao Guimaraes Rosa, Brasilíu, (1880-1967), El pacto con el diablo
Jobsbók, Ísrael, (600-400 f.K)
Jonathan Swift, Írlandi, (1667-1745), Ferðir Gúllivers
Juan Rulfo, Mexíkó, (1918-1986), Pedro Paramo
Jorge Luis Borges, Argentínu, (1899-1986), Smásagnasafn
Jose Saramago, Portúgal, (f. 1922), Blinda
Joseph Conrad, Englandi, (1857-1924), Nostromo.
Louis-Ferdinand Celine, Frakklandi, (1894-1961), Ferð til loka nætur
Paul Celan, Rúmeníu/Frakklandi, (1920-1970), Ljóð
Knut Hamsun, Noregi, (1859-1952), Sultur
Kalidasa, Indlandi, (um 400), The Recognition of Sakuntala
Laurence Sterne, Írlandi, (1713-1768), The Life and Opinions of Tristram Shandy
Leo Tolstoy, Rússlandi, (1828-1910), Stríð og friður og Anna Karenina og Dauði Ívans Ilítsj og fleiri sögur
Lu Xun, Kína (1881-1936), Dagbók brjálæðings og aðrar sögur
Mahabharata, Indlandi, (um 500 f. K)
Marcel Proust, Frakklandi, (1871-1922), Í leit að glötuðum tíma
Marguerite Yourcenar, Frakklandi, (1903-1987), Minningar Hadrians
Mark Twain, Bandaríkjunum, (1835-1910), Stikkilsberja-Finnur
Michel de Montaigne, Frakklandi, (1533-1592), Ritgerðir
Miguel de Cervantes Saavedra, Spáni, (1547-1616), Don Kíkóti
Naguib Mahfouz, Egyptalandi, (f. 1911), Börnin í Gebelawi
Nikos Kazantzakis, Grikklandi, (1883-1957), Grikkinn Zorba
Nikolai Gogol, Rússlandi, (1809-1852), Dauðar sálir
Njáls saga, Íslandi, (um 1300)
Óvíd, Ítalíu, (43-17 e.Kr.), Umbreytingar
Ralph Ellison, Bandaríkjunum, (1914-1994), Ósýnilegi maðurinn
Robert Musil, Austurríki, (1880-1942), Maður án mannkosta
Salman Rushdie, Indlandi/Bretlandi, (f. 1947), Miðnæturbörnin
Samuel Beckett, Írlandi, (1906-1989), Trilogy: Molloy, Malone Dies, The Unnamable.
Sheikh Musharrif ud-din Sadi, Íran, (um 1200-1292) Orkídean
Shikibu Murasaki, Japan, Saga Genji Genji
Sófókles, Grikklandi, (496-406 f.K.), Ödipus konungur
Stendhal, Frakklandi, (1783-1842), Rauður og svartur
Toni Morrison, Bandaríkjunum, (b. 1931), Ástkær
Thomas Mann, Þýskalandi, (1875-1955), Buddenbrooks og Töfafjallið
Tayeb Salih, Súdan, (f. 1929), Season of Migration to the North
Yasunari Kawabata, Japan, (1899-1972), Hljóð fjallsins
Valmiki, Indlandi, (um 300 f. K.), Ramayana
Virgil, Ítalíu, (70-19 f. K.), Eneusarkviða
Virginia Woolf, Englandi, (1882-1941), Mrs. Dalloway To the Lighthouse
Vladimir Nabokov, Rússlandi/Bandaríkjunum, (1899-1977), Lolita
Walt Whitman, Bandaríkjunum, (1819-1892), Leaves of Grass
William Faulkner, Bandaríkjunum, (1897-1962), Absalom, Absalom! og The Sound and the Fury
William Shakespeare, Englandi, (1564-1616), Hamlet, Lear konungur og Óþelló
Þúsund og ein nótt, Indland
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert