Vígslubiskupskjör í Hólastifti

Kjörstjórn við kjör vígslubiskups Hólastiftis hefur farið yfir þær formlegu tilnefningar um vígslubiskupsefni sem bárust. Tilnefningar bárust um sr. Döllu Þórðardóttur, prófast í Skagafirði, sr. Jón Aðalstein Baldvinsson, sendiráðsprest í London, og sr. Kristján Val Ingólfsson, lektor við HÍ og verkefnisstjóra á Biskupsstofu.

Verða nöfn þeirra prentuð á kjörseðla, sem sendir verða út í vikunni. Annars eru allir prestar Þjóðkirkjunnar í kjöri, samkvæmt starfsreglum.

Til viðbótar hefur sr. Guðni Þór Ólafsson, prófastur í Húnaþingi, gefið kost á sér en hann tók þátt í kynningarfundi með kandídötum á Löngumýri í síðustu viku. Í samtali við Morgunblaðið sagðist hann hafa sent öllum bréf sem ættu rétt á að kjósa vígslubiskup, sem eru ríflega 60 manns. Hann sagðist telja það í anda leynilegs kosningaréttar að láta fólk ekki gefa afstöðu sína upp fyrirfram.

Til að hljóta tilnefningu þurfti hið minnsta undirskrift 10% atkvæðisbærra manna, eða frá 6-7 manns. Kjörstjórn hyggst koma aftur saman þegar kjörgögn verða tilbúin og ákveða skilafrest í kjörinu, en samkvæmt starfsreglum skal að jafnaði miða við að kosningu sé lokið innan tveggja vikna frá því að kjörgögn eru send út. Samkvæmt þessu ættu úrslit í kjörinu að liggja fyrir í fyrstu eða annarri viku af febrúar. Hljóti enginn meirihluta greiddra atkvæða þarf að grípa til annarrar umferðar þar sem kosið yrði á milli tveggja efstu úr fyrstu umferð. Nýr vígslubiskup Hólastiftis verður svo vígður í embætti í sumar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert